Fiskmarkaður Snæfellsbæjar var stofnaður með einfalt markmið að leiðarljósi: Að brúa bilið á milli seljenda og kaupenda sjávarafurða, tryggja öruggt greiðsluflæði og hámarka verðmæti í krafti fagmennsku þar sem hvergi yrði slegið af ýtrustu gæðakröfum. Árleg milliganga okkar í viðskiptum nemur um 20.000 tonnum af sjávarfangi sem keypt eru og seld alla uppboðsdaga ársins í gegnum RSF, Reiknistofu fiskmarkaða hf.