Fiskmarkaður Snæfellsbæjar var stofnaður með einfalt markmið að leiðarljósi: Að brúa bilið á milli seljenda og kaupenda sjávarafurða, tryggja öruggt greiðsluflæði og hámarka verðmæti í krafti fagmennsku þar sem hvergi yrði slegið af ýtrustu gæðakröfum. Árleg milliganga okkar í viðskiptum nemur um 20.000 tonnum af sjávarfangi sem keypt eru og seld alla uppboðsdaga ársins í gegnum sölukerfið Fönix sem þróað er og rekið af NRS ehf.

Lesa meira

„Sæll Sauðárkrókur“

Þorsteinn Bárðarson, stjórnarformaður Fiskmarkaðs Snæfellsbæjar, heilsaði Sauðárkróki með virktum í ávarpi sínu þegar Fiskmarkaður Sauðárkróks fagnaði nýju og rúmgóðu húsnæði sínu í móttöku þann 15. apríl. Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri FMSNB ávarpaði einnig samkomuna og sömuleiðis Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Myndbandið sýnir styttar útgáfur af ræðunum og svipmyndir úr móttökunni.

Lesa meira

Fjölmenni fagnaði nýjum húsakynnum

Nýju nágrannar okkar, Króksarar eins og margir Sauðkrækingar eru farnir að kalla sig, ásamt starfsfólki, vinum og velunnurum víða að, fjölmenntu til að fagna með okkur nýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni. Við látum myndirnar tala.